Prenta

Gildi stjórnmálamannsins

dags. .

Hrefna Birgitta BjarnadóttirStjórn samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur ákveðið að bjóða pólitískum fulltrúum okkar og öðrum áhugsömum félögum, að byggja sig upp ásamt því skoða eigin gildi og flokksins. Því höfum við fengið til liðs við okkur Hrefnu Birgittu NLP markþjálfi hjá Bruen sem ætlar að leiða okkur inn í stjórnmálamanninn og persónuna…

 • Hver er ég
 • Hvar er ég
 • Hvert stefni ég

Námskeiðið eru x3 fimmtudagar kl.17-21 þann 17.mar, 7.april og 14.april 2016. Aðeins er pláss fyrir 20 manns og fyrstur kemur fyrstur fær.

Verðið er 16.000.kr og er hægt að leita eftir styrkjum fagfélaga. Þátttaka er staðfest með greiðslu námskeiðsgjalds, með því að millifæra inn á reikning samfylkingarinnar 0121 05 22666 kt. 431297-2649 og senda staðfestingu á mailið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Það styttist í kostningar og gott að efla sjálfan sig.

Nánari uppl veitir Jóhanna Björk í síma 891 9772

Allar uppl um Hrefnu Birgittu eru að finna inn á Bruen.is

Prenta

Sóknin er að virka

dags. .

Friðjón Einarsson skrifar...

Í lok síðasta árs kynnti núverandi meirihluti hugmyndir sinar um nýja sókn til handa Reykjanesbæ til að takast á við fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Engum dylst að vandinn er mikill og óhætt að segja að ekkert sveitarfélag á Íslandi undanfarin ár hefur lent i neinu svipuðu. Skuldir eru of miklar og ljíost að sveitarfélagið er ekki med fjárhagslega getu til að standa við skuldbindingar sínar. Á haustmánuðum var haldinn opinn fundur þar sem íbúum var kynnt staðan og blásið til sóknar.

Prenta

Tillögur málefnanefnda og hópa Samfylkingarinnar

dags. .

Með vísan í lög Samfylkingarinnar eru birtar tillögur málefnanefnda og hópa Samfylkingarinnar til umfjöllunar og umsagnar en þær eru til endanlegrar afgreiðslu á landsfundi 20. og 21. mars nk.

Prenta

Mikilvægt að jafnaðarmenn leiði tiltektina í Reykjanesbæ

dags. .

Auður Sigurðardóttir úr Reykjanesbæ var kosin formaður stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi á fjölsóttum aðalfundi kjördæmaráðsins sem haldinn var laugardaginn 8. nóvember á veitingastaðnum Tveimur vitum í Garði. Með Auði í stjórn voru kosin þau Davíð Kristjánsson Árborg sem varaformaður, Andri Þór Ólafsson Sandgerði sem gjaldkeri og meðstjórnendurnir Sólveig Adolfsdóttir Vestmannaeyjum og Davíð Ágúst Davíðsson Hveragerði. Varastjórn kjördæmaráðsins skipa þau Hinrik Hafsteinsson Reykjanesbæ, Marta Sigurðardótttir Grindavík, Svava Júlía Jónsdóttir Árborg, Matthildur Ásmundardóttir Hornafirði og Guðmundur Oddgeirsson Ölfusi.

Prenta

Saman getum við snúið bænum til betri vegar

dags. .

Á aðalfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ sem haldinn var miðvikudaginn 5. nóvember voru þau Aðalheiður Hilmarsdóttir, Björn H. Guðbjörnsson, Harpa Eiríksdóttir, Loftur H. Jónsson og Vilhjálmur Skarphéðinsson kosin í stjórn félagsins. Stjórnin mun skipta með sér verkum og velja formann á fyrsta fundi sínum. Í varastjórn voru kosin þau Hilmar Hafsteinsson og Vilborg Jónsdóttir og Jóhannes Sigurðsson og Guðný Kristjánsdóttir voru kosin skoðendur reikninga félagsins. Auk þess voru 79 félagsmenn kosnir sem fulltrúar á landsfund Samfylkingarinnar 2015 og í kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingar og óháðra í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór yfir fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar á fundinum og greindi frá næstu skrefum í Sókninni, aðgerðaráætluninni sem hafin er til þess að snúa við alvarlegri stöðu bæjarins. Miklar umræður urðu á fundinum og eftirfarandi ályktun var samþykkt:

Prenta

Í tilefni borgarafundar

dags. .

Í tilefni borgarafundarins er gott að rifja upp að eitt fyrsta verk bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili var að leggja fram tillögu um óháða úttekt á fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar og stjórnsýslu bæjarins haustið 2010. Tillagan var felld af meirihluta sjálfstæðismanna en okkar fólk lét ekki segjast og hélt þessari kröfu á lofti allt kjörtímabilið. Dropinn holaði steininn og í maí sl. var ákveðið að gera úttektina.

Nýr meirihluti í bæjarstjórn fylgdi verkinu eftir, sá til þess að úttektin var gerð almennilega og niðurstaðan birt bæjarbúum.

Bæjarfulltrúar XS samþykktu aldrei neina fjárhagsáætlun sjálfstæðismanna á síðasta kjörtímabili heldur vöruðu við allan tímann eins og sjá má að neðangreindum bókunum.

Prenta

Aðalfundur 5. nóvember

dags. .

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ verður haldinn miðvikudaginn 5. nóvember kl. 20 í sal félagsins Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og starfið framundan:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Reikningar félagsins lagðir fram
 3. Kosning stjórnar, fimm aðalmanna og tveggja til vara
 4. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
 5. Kosning fulltrúa félagsins á landsfund og í kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
 6. Önnur mál

 

 

Prenta

Aðalfundur kjördæmaráðs 8. nóvember

dags. .

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi verður haldinn í Garðinum laugardaginn 8. nóv. kl. 11.00 - 15.00. Á dagskrá fundarins er, samkvæmt lögum flokksins:

Á aðalfundi kjördæmisráðs skal a.m.k. taka eftirfarandi fyrir:

 1. Skýrslu stjórnar
 2. Skýrslu gjaldkera og ársreikning fyrir næstliðið starfstímabil
 3. Lagabreytingar, ef einhverjar eru
 4. Skýrslu þingmanna kjördæmisins
 5. Yfirlit um starfsemi aðildarfélaga
 6. Kjör stjórnarmanna og varamanna þeirra
 7. Kjör valnefndar og skoðunarmanna reikninga
 8. Önnur mál

Kjósa skal 5 manna stjórn til tveggja ára í senn og jafnmarga til vara. Þar af skulu formaður ráðsins, varaformaður og gjaldkeri kjörnir sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Kjósa skal 3 fulltrúa í skoðunarnefnd sem jafnframt eru skoðunarmenn reikninga og 3 fulltrúa í valnefnd. Valnefnd sér til að nægur fjöldi fulltrúa verði í kjöri í þær trúnaðarstöður sem kosið er til á fundum kjördæmisráðs, eða gerir tillögur þar um.

Þá verða á fundinum kosnir 5 aðalmenn og 3 varamenn í flokksstjórn Samfylkingarinnar.

Nánara fundarboð verður sent út síðar.

Prenta

Skipað í nefndir Samfylkingarinnar og óháðra

dags. .

Á fyrsta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar eftir nýliðnar kosningar voru kosnir nýjir fulltrúar í nefndir á vegum sveitarfélagsins. Mikil vinna fór í að velja rétt fólk í hvert sæti og úr miklu að velja, enda listi framboðsins hinn glæsilegasti.

Kjörnir fulltrúar í þær nefndir og ráð sem búið er að kjósa í eru aðgengilegir hér á vef félagsins.